4.8.2007 | 03:46
Ég hef eina, litla, sæta, aumingjalega fyrirspurn!
Saving Iceland, viljið þið drulla ykkur til þess að hætta að trufla mig þegar ég borða matinn minn í Kringlunni! Viljið þið hunskast til þess að henda málningu á ykkar eigið hús, búa síðan til nýtt hús úr skyri, búa þar í eina viku, henda málningu á það, biðja 40 manns um að trufla ykkur þegar þið borðið, keyrið og stundið það sem þið mynduð kalla óvenjulega iðju og borða síðan skyr-málningar húsið ykkar!
Hvað græði ég á þessu? Jú, að sjá aðila sem valda mér óþægindum, verða fyrir svipuðum óþægindum og ég þarf að líða vegna þeirrar sérvisku sem þetta lið hefur á að byggja, veitir mér huggun.
So please, painting Iceland, go duck your selfs! (takið eftir, ég sagði ekki fuck, heldur duck!)
Áberandi mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er snilldin og fegurðin við tjáningarfrelsið. Ekkert sem hægt er að gera í því þegar þetta fólk truflar þig að snæðingi í Kringlunni. Þótt ég sé alfarið hlynntur tjáningarfrelsi þá segi ég þetta í hinu mesta háði. Ég persónulega skil ekki hvað vakir fyrir svona fólki.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:49
Ég ætla mér að leita uppi Saving Iceland næst þegar sá vanskapaði hópur vanskapar aðra í kringum sig með vansköpum og vanskapandi vanskapendum og hvað ætla ég að gera...? Jú, ég ætla að vera með rúmlega 20 manns í kringum mig og öskra á þau "Haldiði kjafti, haldiði kjafti!" (í sama takt og þau öskra "The whole world.." mig langar ekki einu sinni til að klára þessa setningu, ég fæ klíju...
Maggi Trymbill, 15.8.2007 kl. 20:15
Dem, ég þoli ekki þegar ég gleymi að loka sviga!
Maggi Trymbill, 15.8.2007 kl. 20:16
Málningarhús er í einu orði!
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:56
Ok þar sem ég get ekki kommentað við eldri blogg þá geri ég það bara hérna:
Í blogginu um þyrluslysið: Þess vegna er í einu orði, hlýtur er með ý en ekki í, komið af orðinu hljóta en jó verður ý.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:01
Ég þakka góðar ábendingar Jón Gunnar :)
Maggi Trymbill, 16.8.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.