Saving Iceland hefur fengið nýjan titil...

...Saving Iceland, with paint!

"Segir í tilkynningu frá Saving Iceland að aðgerðirnar séu svar við harkalegum aðgerðum lögreglu gagnvart liðsmönnum samtakanna í Reykjavík um síðustu helgi."

"Harkalega aðgerðir lögreglu" er ekki rétt orðasamsetning.  "Lögreglu að sinna starfi sínu" þykir mér réttara.  Það var ekkert athugavert við aðgerðir lögreglu þennan dag.  Ef eitthvað á að kalla athugavert, þá var það múgæsingur, útköll og hróp liðsmanna Saving Iceland og sí endurtekin lagabrot þeirra sem telja sig bjarga Íslandi með málningu og ófriði.

"friðsamlega liðsmenn samtakanna" - Já, þangað til að yfirvöld byrjuðu að sinna vinnu sinni og þá var ekki aftur snúið!

"Segjast þeir hafa myndbönd undir höndum sem sýni lögreglu ráðast á liðsmenn Saving Iceland." - Ef umrætt myndband er það sama og finna má á YouTube, þá hlakkar verulega í mér að hlæja og benda næst þegar Saving Iceland mótmæla.

"Fimm friðsamir mótmælendur hafi verið færður í fangaklefa og einn þeirra sé með brotin rifbein eftir átök við lögreglu."  Bíddu, bíddu, bíddu!  Leyfið mér að vitna í Snorra Pál Jónsson, sem sagði mér til synda minna og uppljómaði mig um svo margt sem ég ekki vissi hér á bloggi mínu í þessari viku: "Lögreglan hafði engin samskipti við bílstjórann fyrr en hún handtók hann, hún bað hann aldrei að slökkva á tónlistinni. Þegar hún síðan handtók hann fór það fram á mjög ofbeldisfullan hátt, þrátt fyrir sífellar ábendingar um að hann væri rifbeinsbrotinn. Hann streittist ekki á móti, en þetta segja fjölmiðlar þér heldur ekki."  Ha?!  Leyfið mér að útskýra þetta fyrir ykkur;

- Saving Iceland gefa út tilkynningu sem segir "Einn þeirra sé með brotin rifbein eftir átök við lögreglu."
- Snorri Páll Jónsson segir  hinsvegar "þrátt fyrir sífellar ábendingar um að hann væri rifbeinsbrotinn."

Hverjum á maður að trúa hérna?  Snorra Páli, sem var einn af þeim sem stóð fyrir þessum lagabrotum, eða fréttatilkynningu frá sömu samtökum og telja sig ætla að "bjarga Íslandi" með málningu?  Er ekki það "að vera rifbeinsbrotinn" og "að vera með brotin rifbein" það sama?

Þetta ýtir enn fremur undir þá einföldu staðreynd að Saving Iceland er slappasta afsökun fyrir náttúruverndar samtök sem fyrirfinnast á þessari annars ágætu jörðu!

Það hlakkar í mér að sjá hvaða hugsunarlausu aðgerðir þau taka fyrir næst.


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þú ættir að gera þetta opinbert með rifbeinsbrotið, lítur út fyrir að forsvarsmaðurinn hafi talað af sér í æsingnum við að setja út á þig og ætlar svo að nota þetta "meinta brot" gegn lögreglunni

Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband